Unnið að samningum um refaveiðar

Refur gerir víða usla.
Refur gerir víða usla. mbl.is/Árni Sæberg

Umhverfisstofnun hefur gert drög að samningum við sveitarfélög til þriggja ára um refaveiðar.

Að þremur árum liðnum er áætlað að fyrir liggi betri upplýsingar um stofnstærð refsins um land allt sem og frekari upplýsingar um tjón, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Refastofninn hefur líklega meira en tífaldast á síðustu 30 árum, eftir að hafa verið í sögulegri lægð. Þetta má að öllum líkindum rekja til bættra lífsskilyrða svo sem vegna aukins fæðuframboðs en t.d. hefur fýl og heiðagæs fjölgað mikið á sama tímabili, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert