Vita ekki hverjir réðust á manninn

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Búið er að ræða við nokkur vitni vegna árásar á mann í Rimahverfi að kvöldi laugardagsins 12. júlí. Framburður vitna hefur ekki varpað ljósi á málið og er málið enn í rannsókn, að sögn Árna Þórs Sig­munds­son­ar aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns. 

Ráðist var á mann­inn, sem er á fer­tugs­aldri, í Rima­hverf­inu í Grafar­vog­in­um og að hans sögn voru árás­ar­menn­irn­ir yfir tíu tals­ins, allt ung­ir menn. Börðu þeir hann með golf­kylf­um um ell­efu­leytið um kvöldið. Ekki er vitað hverjir mennirnir eru. 

Maður­inn er með fjöl­marga áverka víðs veg­ar um skrokk­inn og blæddi í gegn­um bol sem hann var í og einnig var hann með sprungna vör. Hann er ekki í lífs­hættu.

Lög­regl­an bað í kjölfar árásarinnar alla þá sem veitt gátu upp­lýs­ing­ar um árásina að hafa sam­band við lög­reglu­stöðina við Vín­lands­leið. Dreng­irn­ir, sem all­ir voru farn­ir þegar lög­regla kom á vett­vang, höfðu einnig brotið rúðu í húsi sem maður­inn var við. 

Frétt mbl.is: Leita vitna eftir árás í Rimahverfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert