Áform um þrjár virkjanir við Blöndu

Guðmundur R. Stefánsson stöðvarstjóri inn við Blöndulón. Hér sést áin …
Guðmundur R. Stefánsson stöðvarstjóri inn við Blöndulón. Hér sést áin Helgi falla í aðrennslisskurð og á þessum stað myndi Kolkuvirkjun rísa. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áform eru uppi hjá Landsvirkjun um að reisa þrjár virkjanir á 25 km veituleið Blönduvirkjunar, frá uppistöðulóni að aflstöð.

Með því nýtist 69 metra fall til framleiðslu allt að 31 MW af rafmagni. Hönnun virkjananna er langt komin og Skipulagsstofnun er nú að meta þessi áform með tilliti til umhverfisáhrifa.

Efst virkjananna yrði Kolkuvirkjun, næst kæmi Friðmundarvirkjun og Þramarvirkjun nyrst og neðst. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Blöndu gætu hafist næsta vor og skapað allt að 250 störf á framkvæmdatíma, að því er fram kemur í umfjöllun um virkjunaráformin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert