Andavarpið betra og ungar í blóma

Endur á Tjörninni.
Endur á Tjörninni. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Árangur andavarps við Tjörnina í Reykjavík og í Vatnsmýrinni er betri en í fyrra. Ný tegund hefur bæst í hóp þeirra anda sem þar verpa og fuglar voru ræktaðir þar í sumar í fyrsta skiptið í áratugi með góðum árangri.

Andarungar hafa verið taldir á þessum slóðum frá árinu 1974. Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir niðurstöður nýjustu talninga frá því í síðustu viku enn ekki hafa verið teknar saman, en þó sé ljóst að ástandið sé talsvert betra en síðustu ár.

Ein tegund bættist í hóp varpfugla við Tjörnina sem er urtönd og segir Ólafur urtandarkollu hafa komið upp fimm ungum. Auk hennar verptu duggönd, skúfönd, æðarfugl, gargönd og stokkönd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert