Blátt áfram á Þjóðhátíð

ÍBV og samtökin Blátt áfram verða með lyklakippu með ljósi til sölu undir slagorðinu „Vertu upplýstur“ á Þjóðhátíð.

Lyklakippan er seld til stuðnings forvarnarstarfi gegn kynferðislegu ofbeldi og til að minna fólk á að vera vakandi og fylgjast með hvort öðru „því þannig má koma í veg fyrir að fólk verði fyrir kynferðisofbeldi“ segir í tilkynningu frá Blátt áfram. „Mikilvægt er að ef einstaklingar sjá eitthvað grunsamlegt að þeir láti sig málið varða og athugi málið.“

 Blátt áfram vonast eftir því að fólk kaupi ljósið og sé með kveikt á perunni þegar dimma tekur. „Félögin hvetja hátíðargesti til að skemmta sér vel og standa saman að því að þessi fjölskylduhátíð verð án alls ofbeldis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert