Enn skín sólin í Reykjavík

Höfuðborgarbúar nutu sólarinnar í gær, meðal annars í Nauthólsvík.
Höfuðborgarbúar nutu sólarinnar í gær, meðal annars í Nauthólsvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Höfuðborgarbúar ættu að geta notið sólarinnar í dag, líkt og síðustu tvo daga þó ekki verði alveg hlýtt og í gær. Gert er ráð fyrir norðlægri átt á landinu, víða 5-13 m/s.

Dálítil væta NA-til og syðst, annars þurrt. Lægir smám saman síðdegis og yfirleitt bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið um landið NA-vert. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast sunnan heiða.

Veðurspáin fyrir næstu daga: 

Á föstudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig. 

Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Víða skúrir, en yfirleitt þurrt A-lands. Hiti 8 til 13 stig. 

Á sunnudag:
Austan 5-10 m/s og yfirleitt þurrt og bjart á köflum, en 8-13 með S-ströndinni og líkur á lítilsháttar vætu þar. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á V-landi. 

Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Útlit fyrir norðaustanátt með rigningu, en úrkomulítið SV-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast SV-lands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert