Leikfélag Akureyrar fær styrk

mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarráð Akureyrar samþykkti í dag 7,5 milljóna króna styrk til Menningarfélags Akureyrar í þeim tilgangi að tryggja samfellu í starfsemi Leikfélags Akureyrar. Erindi barst frá varaformanni stjórnar leikfélagsins þar sem óskað var eftir styrknum. 

Áður hefur mbl.is sagt frá fjárhagsörðugleikum leikfélagsins. Stjórn Leikfélags Akureyrar sendi frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem sagði að ekki væri hægt að halda úti starfsemi leikfélagsins nema til komi leiðrétting á opinberum framlögum. Þá var öllu starfsfólki leikhússins sagt upp í lok apríl. 

Tillagan um að veita styrkinn var samþykkt með meirihluta atkvæða í bæjarráði í dag en einn fulltrúi sat hjá við afgreiðslu. 

Sjá frétt mbl.is: Áfram starfsemi hjá LA

Sjá frétt mbl.is: Óásættanleg afturför fyrir menningarlífið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert