Lögreglan á von á fjölmenni

Búist er við fjölmenni við bandaríska sendiráðið
Búist er við fjölmenni við bandaríska sendiráðið mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan á von á fjölmenni við bandaríska sendiráðið klukkan 17 í dag þegar mótmælin vegna ástandsins á Gaza fara þar fram og hafa varnargirðingar verið settar upp við sendiráðið. Sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal munu einnig mót­mæla fyr­ir utan sendi­ráðið. 

Sam­hliða fund­in­um í Reykja­vík verða haldin mótmæli á Ráðhús­torg­inu á Ak­ur­eyri.

Fé­lag­ið Ísland-Palestína efndi til mótmælanna og hafa um 1.700 manns boðað komu sína á Facebook síðu viðburðarins. Í frétta­til­kynn­ingu fé­lags­ins seg­ir að kröf­ur fund­ar­ins séu að blóðbaðið verði stöðvað taf­ar­laust, umsátr­inu um Gaza aflétt strax, að Palestínu­menn hljóti alþjóðlega vernd og að hætt verði að vopna Ísra­els­her til voðaverka á Gaza. Þá er Obama beðinn um að stöðva fjölda­morðin.

„Blóðbaðið á Gaza held­ur áfram. Ísra­els­stjórn fer sínu fram og beit­ir hernaðarmætti sín­um án til­lits til mót­mæla um­heims­ins með skelfi­leg­um af­leiðing­um. Öllum er ljóst að Ísra­els­ríki get­ur ekki haldið uppi hernaði sín­um gegn Gaza eða her­námi sínu í Palestínu nema með Banda­rík­in sem fjár­hags­leg­an og hernaðarleg­an bak­hjarl,“ seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

Lögreglan hefur sett upp varnargirðingar við bandaríska sendiráðið
Lögreglan hefur sett upp varnargirðingar við bandaríska sendiráðið mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert