Mikil aukning í sumar

Ægifagur fossinn heillar alltaf og fjölgun ferðamanna til landsins hefur …
Ægifagur fossinn heillar alltaf og fjölgun ferðamanna til landsins hefur með sanni skilað aukinni aðsókn. mbl.is/RAX

Staðarhaldarar og starfsmenn við Geysi í Haukadal og Gullfoss hafa orðið vel varir við aukinn straum ferðamanna í sumar, líkt og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, enda eru þessir staðir hluti af hinum eftirsótta „gullna hring“.

Á Þingvöllum er talið að heimsóknum ferðamanna hafi í sumar fjölgað um 25% milli ára og við Geysi og Gullfoss er staðan svipuð. Þannig segir Heiða Pálrún Leifsdóttir, rekstrarstjóri Geysisverslunarinnar, að í júnímánuði hafi orðið 30% aukning í veitingasölu frá sama mánuði 2013.

Það hafði mikið að segja fyrir Geysissvæðið að í vor var veitingastaðurinn stækkaður um helming og ýmsar aðrar breytingar gerðar. Þá voru bílastæði stækkuð og bætt við sérstökum stæðum fyrir bílaleigubíla annars vegar og rútur hins vegar. Hafa þessi stæði verið þéttskipuð nánast dag hvern, að því er fram kemur í umfjöllun um gestakomur að Geysi og Gullfossi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert