Tafir vegna malbikunar á Vesturlandsvegi

Vesturlandsvegur.
Vesturlandsvegur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vegna malbikunar á á Vesturlandsvegi má búast við umferðartöfum, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Unnið verður á kaflanum frá hringtorgi Skarhólabraut og að hringtorgi Korpúlfsstaðarvegi í áttina að Reykjavík. Unnið verður á einni akrein og því verður önnur akreinin opin fyrir umferð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við malbikun standi frá 8 til 14.

Vegna vatnavaxta er Öskjuleið ófær nema fyrir breytta jeppa, þeir sem eiga leið í Öskju að norðan er bent á að fara veg 910 (Austurleið).

Víða er unnið að viðhaldi á vegum, ekki síst endurnýjun á slitlagi. Vegfarendur eru beðnir að sýna varúð og tillitsemi í slíkum aðstæðum og virða merkingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert