Verslunarmannahelgin á mbl.is

Þjóðhátíð í Eyjum er með stærstu viðburðunum um verslunarmannahelgina.
Þjóðhátíð í Eyjum er með stærstu viðburðunum um verslunarmannahelgina. mbl.is/Árni Sæberg

Blaðamenn mbl.is verða að sjálfsögðu á vaktinni yfir verslunarmannahelgina eins og aðrar helgar.

Í ár ætlum við að fylgjast með því hvernig þessari stærstu frí- og ferðahelgi sumarsins vindur fram með aðstoð lesenda okkar. Blaðamenn mbl.is verða því með vökult auga á merkinu #verslo á Twitter þessa helgi.

Er umferðin hæg á leiðinni norður? Er Landeyjahöfn stútfull af sandi? Geturðu lýst stemningunni í fellihýsinu í 140 stöfum? Skilurðu ekki klæðaburðinn hjá hipsternum á Innipúkanum? Áttu góða mynd af brennunni á Þjóðhátíð? Ertu fastur á helgarvakt og fannst skemmtilegt lag til að hlusta á? Ertu drullug upp fyrir haus eftir Mýrarboltann?

Settu það á Twitter og merktu það #verslo. Það besta sem okkur berst birtist í Twitter-glugganum á forsíðu mbl.is, sem verður opnaður seinni partinn á morgun, og á Twittersíðu mbl.is, @mblfrettir. Þú getur líka haft samband við okkur gegnum facebook eða netfangið netfrett@mbl.is.

Farið varlega í umferðinni, verum góð hvert við annað og góða helgi!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert