Vondir malarvegir teknir upp á Alþingi

Eftir að Hamarsvegur í Flóa hefur verið heflaður breytist hann …
Eftir að Hamarsvegur í Flóa hefur verið heflaður breytist hann í eitt forarsvað, með tilheyrandi drullu upp um alla bíla. Ljósmynd/Margrét Jónsdóttir

„Þetta ástand er að sjálfsögðu nokkuð sem þarf að laga og ég mun beita mér fyrir því eins og mér er unnt,“ segir Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, um ástand vega í sveitum á Suðurlandi.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru íbúar Flóahrepps orðnir langþreyttir á holóttum og blautum malarvegum, sem eftir heflun hafa breyst í eitt drullusvað, líkt og Hamarsvegur.

Haraldur er fæddur og uppalinn í Flóa og þekkir ástandið því mjög vel, ekur oft um þessa vegi og segir þá beinlínis skaðlega heilsu fólks, fyrir utan tjón sem ökutæki geta orðið fyrir. Hann viti dæmi þess að bílar hafi skemmst, dekk sprungið og ástand veganna haft langvarandi slæm áhrif á bíla og búvélar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert