Aðstoðarskólastjórinn á fallegasta garðinn

Garður ársins var valinn Bakkavör 8a.
Garður ársins var valinn Bakkavör 8a.

Helga Kristín Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri við grunnskóla Seltjarnarnes á fegursta garðinn á Seltjarnarnesi þetta árið samkvæmt áliti umhverfisnefndar Seltjarnarness. Helga býr við Bakkavör 8a og ver miklum af sínum frítíma í garðinum.

Auk Helgu Kristínar fengu nokkrir aðrir íbúar Seltjarnarness viðurkenningu fyrir vel hirta garða, snyrtilegt umhverfi, uppgerð hús og fegursta tréð.

Kjarvalshúsið svonefnda var eitt þeirra húsa sem hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir einstaklega vel heppnaða endurgerð.

Þessir hlutu viðurkenningu umhverfisnefndar árið 2014:

- Viðurkenningu fyrir garð ársins hlaut Bakkavör 8a, en eigandi hans er Helga Kristín Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Seltjarnarness.

- Sérstaka viðurkenningu fyrir vandaðan frágang og umhirðu garða hlutu eigendur Lindarbrautar 25 þau Hildur Guðmundsdóttir og Dýri Guðmundsson og íbúar á Tjarnarmýri 35-41.

- Sérstaka viðurkenningu fyrir einstaklega vel heppnaðar framkvæmdir við enduruppbyggingu á húsi og umhverfi þess hlutu eigendur Sæbrautar 1 eða Kjarvalshússins þau Ingunn Benediktsdóttir og Högni Óskarsson.

- Viðurkenningu fyrir uppgert hús á Seltjarnarnesi fengu eigendurnir Rósa Björg Helgadóttir og Úlrik Arthúrsson.

- Tré ársins var valin selja sem stendur fyrir framan hús eigendanna Rósu Halldórsdóttur og Vilhjálms Smára Þorvaldssonar að Tjarnarmýri 14.

- Þá hlaut Rótarýklúbbur Seltjarnarness sérstaka viðurkenningu fyrir endurgerð á bryggju í Gróttu, en klúbburinn hefur um árabil haft frumkvæði að uppbyggingu og verndun húsa og mannvirkja á svæðinu.

Garður ársins var valinn Bakkavör 8a. Eigandi hans er Helga …
Garður ársins var valinn Bakkavör 8a. Eigandi hans er Helga Kristín Gunnarsdóttir sem er hér með Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra við afhendinguna verðlaunanna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert