Gista fangageymslu eftir umferðaróhapp

Umferðaróhapp varð á Bíldshöfða klukkan rúmlega níu í gærkvöldi. Ökumaður og tveir farþegar bílsins hlupu af vettvangi en voru þeir síðar allir handteknir. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Gista þeir allir fangageymslur þar til skýrsla verður tekin af þeim.

Einn var handtekinn í Kringlunni rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi vegna þjófnaðar. Gistir hann fangageymslur þar til af honum rennur. Þá var tilkynnt um rúðubrot í verslun í Dalshrauni í Hafnarfirði um klukkan tvö í nótt. Ekki er vitað hver braut rúðuna.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Voru þeir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert