Lögregla sátt enn sem komið er

Löggan - Enn er rólegt umhorfs á helstu áfangastöðum ferðamanna …
Löggan - Enn er rólegt umhorfs á helstu áfangastöðum ferðamanna um verslunarmannahelgina

Lögreglan á Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum greinir hver í sínu lagi frá auknum fólkjsfjölda eftir því sem liðið hefur á daginn. Umferðin úr bænum er að þéttast og svo virðist sem allmargir séu á leið út á land, eins og von var á. Lögreglan á Borgarnesi greinir frá að umferðin hafi lengi verið „bíll við bíl,“ þ.e.a.s. mjög þétt, lengi í dag, en fari nú minnkandi.

Í Vestmannaeyjum var lögreglan sérstaklega ánægð með veðrið. „Það er bongó blíða hjá okkur. Það munar öllu um það,“ sagði einn lögregluþjónn við mbl.is. Á öllum þremur stöðum var ástandið rólegt og lögreglan hafði ekki frá neinum óeirðum að segja.

Að vanda nýtur lögreglan í Vestmannaeyjum aukins liðstyrks vegna verslunarmannahelgarinnar. Í stað tveggja, eins og væri vanalega tilfellið, eru tólf lögreglumenn við störf í nótt auk sex til viðbótar frá fíkniefnalögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert