Með uppskriftina að drullunni

Engu máli skiptir hvernig menn eru kæddir í drullunni, alltaf …
Engu máli skiptir hvernig menn eru kæddir í drullunni, alltaf er barist af fullri hörku Mynd/Sigurjón J. Sigurðsson

Vellirnir eru klárir, við erum vanir menn, þú finnur ekki vanari menn í drullumalli en okkur,“ segir Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki á Mýrarboltamótinu á Ísafirði sem fer fram nú um helgina.

Nokian-stígvél duga ekki til

„Við erum með uppskriftina að drullunni og gerum þetta alltaf betur og betur. Einn maður frá Boltafélagi Ísafjarðar var að tala við mig, en þeir sjá um að stilla upp mörkunum og merkja vellina. Hann sagði að þetta væri í fyrsta skiptið sem stígvélin dugðu honum ekki á vellinum, það fór drulla ofan í stígvélin. Hann sökk því sem nemur einu stöðluðu Nokian-stígvéli. Það hafi ekki gerst í mörg ár, svo það lofar góðu,“ segir Jón Páll. 

Gestirnir tínast nú til Ísafjarðar og er búist við að flestir mæti á staðinn í dag. „Á Mýrarboltanum er minna stress hvort fólk komist eða ekki, þetta er frekar aðgengilegt. Menn eru yfireitt bara að skella sér eftir vinnu á föstudegi og drífa sig vestur og gera sig klára í drullugallana.“

Hátíðin mun standa undir einkennisorðunum „Drullumall á daginn, stanslaust stuð á kvöldin.“ 

„Í kvöld byrjar dagskrá í Edinborgarhúsinu, svokallað skráningarkvöld. Þar mæta liðin og ná í miðana sína og ráða ráðum sínum og svo reyna menn að fá til sín leikmenn. Svo er svo ball í kvöld og svo eru opið á öllum skemmtistöðum bæjarins. Böndin sem koma fram eru öll að skríða í bæinn í dag. Þau eru orðin svo mörg núna, ég man fyrir fjórum árum síðan þegar við vorum bara með eitt tónlistaratriði. Þetta er alltaf að stækka,“ segir Jón Páll.

Ákveðið Bítlamóment á hátíðinni

Stór stund verður á hátíðinni þegar hljómsveitin Ultra Mega Technobandið Stefán stígur á stokk. „Þeir hafa tilkynnt að þeir eru hættir og ætla að halda lokatónleika á Mýrarboltanum. Þetta er ákveðið Bítlamóment,“ segir Jón Páll.  

Drullan getur náð mönnum upp á hné
Drullan getur náð mönnum upp á hné Mynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Drullan í ár er sú besta hingað til, að sögn …
Drullan í ár er sú besta hingað til, að sögn mótshaldara. Mynd/Sigurjón J. Sigurðsson
Einhverjir telja að drulla sé góð fyrir húðina
Einhverjir telja að drulla sé góð fyrir húðina Mynd/Sigurjón J. Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert