Ólafur Áki ráðinn sveitarstjóri

Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.
Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps.

Ólafur Áki Ragnarsson hafi verið ráðinn sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps og muni hefja störf þann 1. september n.k. Alls bárust 19 umsóknir um starfið en tveir drógu umsóknir sínar til baka. 

Í tilkynningu kemur fram að Ólafur hafi þótt uppfylla vel allar þær hæfniskröfur sem settar voru og hefur átt færsælan feril í sveitarstjórnarmálum og starfar nú um stundir hjá Austurbrú sem verkefnastjóri sveitarstjórnarmála.

Ólafur Áki var sveitarstjóri Búlandshrepps/Djúpavogshrepps í sextán ár og bæjarstjóri í sveitarfélaginu Ölfusi í átta ár. Síðastliðin fjögur ár hefur hann starfað hjá Þróunarfélagi Austurlands og síðar Austurbrúar ses og séð þar m. a. um málefni sveitarfélaga á Austurlandi.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert