Samið um hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju

Ný ferja leysir Herjólf af árið 2016.
Ný ferja leysir Herjólf af árið 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samið hefur við norska fyrirtækið Polarkonsult A/S um hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju sem á að leysa Herjólf af hólmi. Á hönnuninni að ljúka í febrúarlok á næsta ári en reiknað er með að smíði ferjunnar ljúki síðla árs 2016.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifaði undir samninginn við norska fyrirtækið í vikunni. Samningsupphæðin er rúmlega 800 þúsund evrur eða um 124 milljónir króna.

Skipið verður um það bil 65 metra langt og mun taka um 390 farþega auk bíla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert