Lítilleg fylgisaukning ríkisstjórnar

Fylgi við ríkisstjórnina eykst um tvö prósentustig.
Fylgi við ríkisstjórnina eykst um tvö prósentustig. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt niðurstöðu Þjóðarpúls Gallup, sem greint var frá í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöld, kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig um tveggja prósentustiga fylgi frá síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist lítillega milli mánaða. Fylgi annarra flokka breytist lítið.

Tæp 42% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni styðja ríkisstjórnina og eykst stuðningur við hana um 2%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst einnig um rúm tvö prósentustig, en tæplega 28% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga í dag.

Fylgi annarra flokka breytist lítið. Rúmlega 18% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, rúmlega 15% Bjarta framtíð, rúmlega 13% Framsóknarflokkinn og tæp 13% Vinstri græn, tæplega 8% segjast myndu kjósa Pírata og nær 6% myndu kjósa aðra flokka en þá sem sitja nú á þingi. Um 13% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert