Fólkið í Hafnarfjalli fundið

Hafnarfjall
Hafnarfjall Morgunblaðið/RAX

Nákvæm staðsetning fólksins sem lenti í sjálfheldu við Hafnarfjall liggur nú fyrir og eru gönguhópar á leið til þeirra.

Fólkið var statt á hnjúkum, ekki langt frá Gildalshnjúk, aftan við Hafnarfjall og þurfa gönguhópar því að ganga upp fjallið og fara svo yfir að hnjúkunum. Hnjúkarnir eru næsthæsti tindur Hafnarfjalls og mun gangan taka allt að tveimur klukkustundum að sögn Guðna Haraldssonar, sem stjórnar aðgerðum björgunarsveitarinnar á svæðinu.

Hann segir fólkið ágætlega búið en ekki hafa treyst sér til þess að halda áfram. „Þau voru bara komin í ógöngur og best var fyrir þau að setjast niður og bíða eftir hjálp.“

Fyrri frétt mbl: Fólk í sjálfheldu á Hafnarfjalli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert