Allt að 500 manns kringum Timberlake

Justin Timberlake á sviði.
Justin Timberlake á sviði. mbl.is/afp

Nú styttist í stórtónleika með bandaríska poppgoðinu Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi 24. ágúst nk. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri tónlistar- og viðburðasviðs Senu, segir þetta verða umfangsmestu tónleika sem haldnir hafa verið hér á landi.

Með Timberlake sjálfum koma um 100 manns; listamenn, tæknimenn, aðstoðarmenn o.fl. Við bætast um 100 tæknimenn frá Íslandi og með gæslu, umferðarstjórn og öðrum verkefnum áætlar Ísleifur að allt að 500 manns vinni við tónleikana í Kórnum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Timberlake koma til Íslands nokkrum dögum fyrir tónleikana, sem sendir verða beint út á netinu á vef Yahoo.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert