Landsmenn fá að skoða sprengjuflugvél frá síðari heimsstyrjöld

Sprengjuflugvélin Avro Lancaster Mk X
Sprengjuflugvélin Avro Lancaster Mk X Mynd/Wikipedia

Í kvöld lenti flugvél af gerðinni Avro Lancaster Mk X á Keflavíkurflugvelli. Vélin er sprengjuflugvél úr síðari heimsstyrjöldinni og er hún á leið yfir Atlantshafið til Bretlands til þess að minnast þeirra fjölmörgu áhafnarliða bresku sprengjuflugvélasveitanna sem létu lífið í stríðinu. 

Vélin er ein af tveimur slíkum vélum sem eru í flughæfu ástandi enn þann dag í dag. Í dag býður Kanadíska sendiráðið og Landhelgisgæslan í samvinnu við Flugmálafélag Íslands, Íslenska flugsögufélagið, Flugsafnið á Akureyri og Isavia, landsmönnum upp á að skoða vélina. Hún verður á Reykjavíkurflugvelli við Icelandair Hotel Reykjavik Natura á milli 11 og 13 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert