Myndasyrpa frá Gleðigöngunni

Gleðin skein úr hverju andliti í miðbænum í dag.
Gleðin skein úr hverju andliti í miðbænum í dag. mbl.is/Eva Björk

Miðborg Reykjavíkur var undirlögð litadýrð og skrautklæddu fólki í dag, enda stóð Gleðiganga Hinsegin daga þá sem hæst. 

Talið er að tæplega hundrað þúsund manns, fólk á öllum aldri, hafi tekið þátt í göngunni eða fylgst með og var stemningin ólýsanleg í miðbæ Reykjavíkur. Gangan hófst við Vatnsmýrarveg og var gengið að Arnarhóli. Þar var haldin svokölluð Regnbogaútihátíð með tónleikahaldi og annarri skemmtun. Þéttsetið var á Arnarhóli og skein gleði úr hverju andliti.

Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari mbl.is, var á staðnum, fangaði stemninguna og tók meðfylgjandi myndir. Sjón er sögu ríkari.

Sjá einnig frétt mbl.is: „Ég verð alltaf klökk“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert