Ótrúleg ummæli í athugasemdakerfum

Samtökin '78 fundu ummæli á netinu og prentuðu á skilti …
Samtökin '78 fundu ummæli á netinu og prentuðu á skilti og sýndu í Gleðigöngunni. mbl.is/Gunnar Dofri

Gleðigangan var gengin í 15 skipti í ár og var litrík að vanda. Mikill fjöldi var í miðborg Reykjavíkur, og voru Lækjargata, Bankastræti, Arnarhóll og túnið við Menntaskólann í Reykjavík troðfull af fólki. um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum þegar mest lét.

Þó svo að staða hinsegin fólks sé góð á Íslandi, samanborið við önnur lönd, þá má alltaf gera betur, eins og sést á þessum myndum. Hilmar Magnússon, formaður samtakanna '78, segir að á skiltunum sem samtökin voru með í göngunni séu ummæli sem fólk hafi látið falla í athugasemdakerfum ýmissa vefmiðla. Skiltin voru mun fleiri en eru hér á meðfylgjandi myndum.

Hilmar segir að ekki hafi þurft að leita lengi til að finna þær athugasemdir sem hér birtast, þær séu á opinberum vettvangi og hver sem er beti séð þær.

mbl.is/Gunnar Dofri
mbl.is/Gunnar Dofri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert