Spítalinn þarf aukið fjármagn

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Golli

Landspítalinn er rekinn fyrir umtalsvert minna fjármagn í ár en fyrir sex árum, sé miðað við fast verðlag, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Í frétt á vef Rúv segir hann að spítalinn þurfi töluvert meira fé til að sinna þeim verkefnum sem honum séu falin.

Stjórnvöld hafi sýnt þeim aðstæðum sem voru uppi árið 2013 skilning og sett aukið fjármagn í að bæta stöðuna, en enn vanti hins vegar mikið upp á.

„Þrátt fyrir það þá erum við árið 2014, á föstu verðlagi, að reka spítalann á 3.600 milljónum minna en árið 2008,“ segir Páll. Hann bendir jafnframt á að á sama tíma hafi tækninni fleygt fram í læknavísindum og það kosti vissulega sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert