Uppblásnir heitir pottar hættulegir

Bauhaus hefur í samráði við Neytendastofu ákveðið að innkalla uppblásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational. Ástæðan er sú að alvarleg hætta getur skapast við notkun pottanna, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Bauhaus.

Tegundirnar sem Bauhaus innkallar eru allar gerðir af uppblásnum pottum sem verslunin hefur selt frá maí 2012 til dagsins í dag, þ.e. Silver cloud B-110, Square pearl B-090 og Black pearl.

Bauhaus biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem innköllunin gæti haft í för með sér en okkur er umhugað um öryggi okkar viðskiptavina,“ segir í tilkynningu frá Bauhaus.

Hægt er að skila vörunum í verslun Bauhaus með framvísun kvittunar. Einnig er hægt að hafa samband við Bauhaus í síma 515-0800 eðainfo@bauhaus.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert