Tveir alvarlega slasaðir

Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar mbl.is/Gúna

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo alvarlega slasaða menn sem lent höfðu í vélhjólaslysi á Snæfellsnesi í morgun. 

Uppfært kl. 12:08

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti skömmu fyrir klukkan tólf með þá slösuðu við Landspítalann í Fossvogi. Þeir slösuðu eru nú komnir undir læknishendur.

Uppfært kl. 12:21

Samkvæmt lögreglunni á Snæfellsnesi er um að ræða erlent par sem saman var á einu hjóli. Talið er að vindhviða hafi feykt hjólinu út af veginum með þeim afleiðingum að ökumaður hjólsins og farþegi köstuðust nokkra metra af hjólinu. 

Talsverður vindur er á svæðinu samkvæmt frásögn lögreglu.

Konan kenndi sér eymsla í baki og er talin meira slösuð en maður hennar sem ók hjólinu. Bæði voru þau með fulla meðvitund er aðstoð lögreglu og sjúkraflutningamanna barst.

Lögreglan hefur ekki grun um að hraðakstur hafi átt sér stað er slysið varð.

Slysið átti sér stað við Bláfeld á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert