Orði kvöldsins og Morgunbæn hætt

Dagskrárstjóri RÚV segir lífsstíl þjóðarinnar hafa breyst.
Dagskrárstjóri RÚV segir lífsstíl þjóðarinnar hafa breyst. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ákveðið hefur verið að hætta með dagskrárliðina Morgunbæn, Morgunandakt og Orð kvöldsins á Rás 1 en dagskrárliðirnir hafa fylgt útvarpsrásinni í áratugi.

Í yfirlýsingu frá Þresti Helgasyni, dagskrárstjóra Rásar 1, kemur fram að breytingarnar séu liður í nýrri vetrardagskrá. „Miða breytingarnar að því að sækja fram í takt við breyttan lífsstíl þjóðarinnar, án þess þó að gera neinar grundvallarbreytingar á hlutverki eða dagskrá rásarinnar,“ segir í yfirlýsingu Þrastar.

Stefnt er að því að fækka stuttum uppbrotum á dagskránni. Í stað þessara þriggja stuttu dagskrárliða verður efnt til nýs þáttar eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert