Fullyrti ekki að hegðun fólks breyttist

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur því miður borið á því  að fréttir séu settar fram á þann hátt að forsætisráðherra hafi fullyrt að sníkillinn geti breytt hegðun heilu þjóðanna og rök jafnvel borin á borð til að hrekja það sem hans orð. Slíkt er einfaldlega röng framsetning.“

Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, í athugsemd sem hann hefur sent fjölmiðlum vegna umfjöllunar um ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um sníkilinn bogfrymil en haft var eftir ráðherranum að hann gæti haft í för með sér breytingu á hegðungarmynstri fólks og jafnvel heilla þjóða.

Jóhannes bendir á að forsætisráðherra hafi sagt eftirfarandi: „Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“ Það jafngildi ekki að segja að einhverjir hafi jafnvel velt upp einhverri spurningu og að segja að það væri þannig.

„Það liggur ljóst fyrir að fullyrðing forsætisráðherra er rétt hvort sem niðurstöður rannsóknanna sem hann ræðir um eru réttar eða ekki, óumdeildar eða ekki,“ segir Jóhannes.

Frétt mbl.is: Bogofrymill breytir ekki hegðun manna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert