Mikil hætta á fleiri vinnuslysum

Með auknum framkvæmdum gæti vinnuslysum fjölgað.
Með auknum framkvæmdum gæti vinnuslysum fjölgað. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Almennt verð ég að segja að það er ekki nógu vel staðið að uppsetningu vinnupalla.“

Þetta segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, í Morgunblaðinu í dag, en þrír karlmenn féllu fjóra metra af vinnupalli við íbúðarhús í Drafnarfelli í Reykjavík í vikunni. Tveir þeirra voru fluttir á slysadeild, þó ekki alvarlega slasaðir, og hlaut sá þriðji skrámur.

Framkvæmdir hafa verið að taka við sér eftir lægð frá hruni. „Mikil hætta er á því að vinnuslysum fjölgi núna í kjölfar þess að áhættusamar atvinnugreinar, eins og byggingaiðnaðurinn, séu að taka við sér,“ segir Eyjólfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert