Rúmlega 3.200 vilja Morgunbæn áfram

Stofnaður hefur verið hópur á samfélagsvefnum Facebook þar sem kallað er eftir því að dagskrárliðirnir Orð kvöldsins og Morgunbæn verði áfram á Rás 1. Samtals hafa rúmlega 3.200 manns skráð sig í hópinn en í yfirlýsingu sem birt er á síðunni segir:

„Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hafa ákveðið að hætta að útvarpa Orði kvöldsins og Morgunbæn. Við mótmælum þessari ákvörðun og hvetjum þá Þröst og Magnús til að endurskoða hana.“

Frétt mbl.is: Segir þjóðina vilja hafa hin kristnu gildi í heiðri

Frétt mbl.is: Orði kvöldisins og Morgunbæn hætt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert