Nærri 200 manns á skjálftasvæðinu

Þessi mynd var tekin í dag og sýnir Bárðarbungu. Horft …
Þessi mynd var tekin í dag og sýnir Bárðarbungu. Horft er í Norð-austurátt. mbl.is/Árni Sæberg

Alls eru tæplega 200 manns á ferð í Norður-hluta Vatnajökulþjóðgarðs á því svæði sem gæti þurft að rýma vegna flóðs, ef til eldgoss kæmi, að sögn Hjörleifs Finnssonar, þjóðgarðsvarðar á svæðinu. 

54 manns eru nú staddir í Ásbyrgi, 25 í Vesturdal, 79 í Drekagili, 3 í húsi jarðfræðinga í Dyngju og 30 í Kverkfjöllum. 

Að sögn Hjörleifs eru Ásbyrgi og Vesturdalur þeir staðir sem mest myndi liggja á að rýma, vegna legu sinnar. Bæði Kverkfjöll og Drekagil eru tiltölulega öryggir ef flóð kæmi. 

Hjörleifur segir að ef tilkynning bærist frá Almannavörnum um að rýma þyrfti svæðið, væri best ef það kæmi að nóttu til, því þá er fólk í, og í kringum skálana. Ef tilkynningin bærist um miðjan dag, þyrfti hins vegar að kemba gönguleiðirnar og getur það tekið upp undir fjórar klukkustundir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert