Ríkið á húsgögn fyrir 5,8 milljarða

Eignaskráin er ekki tæmandi þar sem upplýsingar skortir frá ákveðnum …
Eignaskráin er ekki tæmandi þar sem upplýsingar skortir frá ákveðnum stofnunum sem eiga umtalsverðar eignir. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að setja upp og taka í notkun eignarskrárhluta Orra, fjárhags- og mannauðskerfis ríkisins.

Í séryfirliti ríkisreikningsins yfir A-hluta eignaskrár ríkisins kemur fram að húsgögn í eigu ríkisins voru 5,8 milljarða króna virði í fyrra, lækningatæki í eigu ríkisins voru 4,9 milljarða króna virði, skip í eigu ríkisins voru 15,4 milljarða virði og flugvélar 13,9 milljarða virði.

Í skýringum Fjársýslu ríkisins segir að því sé ekki að neita að verkinu að taka Orra í notkun hafi ekki miðað í samræmi við væntingar og ljóst að það hefur almennt lítinn forgang, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þá hafa miklar breytingar á ráðuneytum og stofnunum á síðustu árum tafið verkið og gert það flóknara í framkvæmd. Við þetta bætist að nokkrar ríkisstofnanir nýta ekki fjárhagskerfi Orra heldur önnur kerfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert