Starfsmenn sáu um slökkvistörf

Varmárskóli í Mosfellsbæ
Varmárskóli í Mosfellsbæ Eyþór Árnason

Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp við Varmárskóla í Mosfellsbæ um 17:30 í dag. Að sögn slökkviliðsins höfðu tveir starfsmenn í skólanum náði í brunaslöngur og tekist að slökkva mest allan eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn.

Eldurinn kom upp í plasthillum sem staðsettar eru í geymslu utandyra við kjallara skólans. Að sögn slökkviliðsins brunnu hillurnar kröftuglega og var mikill svartur reykur á staðnum þegar þá bar að garði. Gluggar voru brotnir á skólahúsnæðinu, sennilega vegna hitans frá brunanum. Slökkviliðið telur að ef starfsmennirnir hefðu ekki hafið slökkvistörf, væru líkur á að reykurinn hefði komist inn í skólann. 

Ekki er vitað hvað olli eldinum og hillurnar sem brunnu voru fjarri öllu rafmagni þegar bruninn kom upp. Lögregla sér nú um rannsókn málsins. 

Sjá frétt mbl.is: Slökkviliðið hjá Varmárskóla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert