80 þúsund sótt um skuldalækkun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynna skuldaleiðréttinguna. mbl.is/Golli

Rúmlega fimmtíu þúsund umsóknir fyrir um áttatíu þúsund kennitölur hafa borist til ríkisskattstjóra um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. september næstkomandi, en opnað var fyrir umsóknir um miðjan maímánuð.

Í kjölfarið, þ.e. eftir 1. september, munu fyrstu niður­stöður leiðrétt­ing­ar­inn­ar liggja fyr­ir.

Umsóknir hafa borist frá yfir hundrað löndum, þar á meðal Vatíkaninu.

Hægt er að sækja um bæði höfuðstólslækkun og ráðstöfun á séreignarsparnaði inn á veðlán á heimasíðunni leidretting.is. Ein­stak­ling­um verður heim­ilt að ráðstafa sér­eign­ar­sparnaði sínum inn á veðlán sem tek­in voru vegna íbúðahús­næðis til eig­in nota. Skil­yrði er að lán­in séu tryggð með veði í íbúðar­hús­næði og að þau séu jafn­framt grund­völl­ur til út­reikn­ings vaxt­ar­bóta.

Í báðum til­fell­um er um að ræða tíma­bund­in, skatt­frjáls úrræði til þriggja ára þegar um er að ræða greiðslu iðgjalda inn á lán, en í fimm ár í til­viki hús­næðis­sparnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert