Bílum vísað frá í gríð og erg í Sóltúni

Bílastæðið við Sóltún 2 er ætlað þeim sem þangað eiga …
Bílastæðið við Sóltún 2 er ætlað þeim sem þangað eiga erindi. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum ekki haft undan að vísa fólki af bílastæði hjúkrunarheimilisins,“ segir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sóltúns í Reykjavík.

Að hennar sögn hafa starfsmenn fyrirtækja í grennd við hjúkrunarheimilið verið iðnir við að leggja bifreiðum sínum við Sóltún 2 er þeir koma til vinnu á morgnana.

„Þetta er mjög óheppilegt fyrir okkur. Fólk áttar sig greinilega ekki á því að Sóltún er sjúkrahús og hingað koma ættingjar þeirra sem hér búa,“ segir hún og bendir á að nokkur hundruð manns sæki Sóltún heim á degi hverjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert