Biskup fagnar ákvörðun útvarpsstjóra

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. mbl.is/Ómar

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fagnar því að morgunbæn og hugvekja verði á dagskrá Rásar 1 að morgni og fái aukið vægi. „Það er mikilvægt að bænarorðin hljómi á öldum ljósvakans og verði okkur veganesti í dagsins önn,“ skrifar hún á vefinn biskup.is.

Agnes bendir á, að mikil umræða hafi verið um boðaðar breytingar á dagskrá Rásar 1 sem hafi verið kynntar nýlega.

„Fjöldi fólks hefur látið sig varða um málið og sýnt stuðning við kristnina í landinu og sýnileika hennar í almannarýminu. Ég hef rætt þessi mál við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra og komið á framfæri sjónarmiðum kirkjunnar.

Ég fagna því að morgunbæn og hugvekja verði á dagskrá Rásar 1 að morgni og fái aukið vægi. Það er mikilvægt að bænarorðin hljómi á öldum ljósvakans og verði okkur veganesti í dagsins önn.

Það er hins vegar leitt að ekki sé rými fyrir kvöldbæn í nýrri dagskrá. Samkvæmt mínum skilningi er það í takt við hrynjandi dagsins, árstíðanna og lífsins, að hafa bæn í upphafi og lok dags. Dýrmætt væri að finna leið til þess í útvarpi allra landsmanna,“ skrifar biskup Íslands. 

Morgunbæn áfram á RÚV

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert