Ekki vilji fyrir stofnun sjálfstæðs embættis

Skrifstofur embættis sérstaks saksóknara eru við Skúlagötu.
Skrifstofur embættis sérstaks saksóknara eru við Skúlagötu. mbl.is/Árni Sæberg

Nefnd um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum, sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, skipaði í janúar 2012, skilaði niðurstöðum sínum í skýrslu í nóvember í fyrra.

Í fréttum af skýrslunni hér í Morgunblaðinu í nóvember 2013 kom fram að nefndin, sem var undir formennsku Sigurðar T. Magnússonar, taldi rétt að byggt yrði upp nýtt rannsókna- og ákæruvaldsembætti á sviði efnahagsbrota, að norskri fyrirmynd, þar sem sérstök stofnun færi með rannsóknir á efnahags- og fjárglæpum.

Morgunblaðið hefur upplýsingar um að afar takmarkaður vilji sé innan stjórnarflokkanna fyrir því að fara þær leiðir sem nefndin lagði til. Mönnum þyki þær einfaldlega allt of dýrar og engir fjármunir séu fyrir hendi til þess að ráðast í stofnun slíks embættis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert