Læknanemi verðlaunaður fyrir vísindaframlag

Vilhjálmur Steingrímsson læknanemi.
Vilhjálmur Steingrímsson læknanemi.

Vilhjálmur Steingrímsson, sem er 29 ára gamall læknanemi við Háskóla Íslands, hlaut verðlaun fyrir vísindaframlag sitt á International Workshop on Waldenström´s macroglobulenemia, sem fram fór í Lundúnum helgina 15. til 17. ágúst 2014.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Verkefni Vilhjálms fjallar um áhrif fjölskyldusögu um eitilfrumusjúkdóma á horfur einstaklinga með  eitilfrumukrabbameinið Waldenströms macroglobulinemia. Í rannsókninni, sem byggð er á gögnum yfir 2000 sjúklinga og rúmlega 6000 ættingja  þeirra, sýndu Vilhjálmur og félagar fram á að horfur sjúklinga með ættarsögu um eitilfrumukrabbamein voru marktækt verri, borið saman við sjúklinga án ættarsögu. Vilhjálmur hélt erindi á fundinum um rannsókn sína við mjög góðar undirtektir.

Vilhjálmur vinnur í rannsóknarhópi Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors við læknadeild HÍ. Rannsóknin hlaut styrk Vísindasjóðs LSH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert