„Tökum þetta mjög alvarlega“

Þyrla á vegum Þyrluþjónustunnar flaug yfir í gær. Hér er …
Þyrla á vegum Þyrluþjónustunnar flaug yfir í gær. Hér er horft til norðurs eftir Bárðarbungu. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta bara heldur áfram; mjög þétt skjálftahrina og hreyfingar sem stafa af því að kvika er á ferð niðri í jarðskorpunni til norðurs, austurs og norðausturs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, um þróun mála við Bárðarbungu í gær.

Magnús segir líkurnar á því að virknin á svæðinu endi með eldgosi hafa aukist en hvort það gerist verði tíminn að leiða í ljós. „Þetta er bara þannig að við tökum þetta mjög alvarlega; þetta geti endað í eldgosi, að eldgos verði undir jökli og valdi verulegu jökulhlaupi niður í Jökulsá á Fjöllum og í kjölfarið öskufalli,“ segir hann.

Magnús Tumi segir að aðdragandi goss yrði með þeim hætti að skjálftar færðust nær yfirborðinu en þegar skjálftaóróinn væri orðinn samfelldur og skjálftunum fækkaði væri það merki um að gos væri hafið undir jökli. Hann segir þó einnig mögulegt að innskotavirknin klári sig og kvikan nái ekki upp á yfirborðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert