3 íslenskar kvikmyndir til Toronto

Þorvaldur Davíð, Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Backmann fara með aðalhlutverkin …
Þorvaldur Davíð, Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Backmann fara með aðalhlutverkin í Vonarstræti.

Þrjár íslenskar kvikmyndir og ein finnsk/íslensk minnihlutameðframleiðsla hafa verið valdar til þátttöku á Toronto International Film Festival. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Myndirnar sem um ræðir eru Vonarstræti undir leikstjórn Baldvins Z, stuttmyndin Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason, stuttmyndin Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og The Grump eftir Dome Karukoski.

Einnig hefur Vera Sölvadóttir verið valin til þátttöku á TIFF Talent Lab með verkefni sitt í þróun, Veislu. Veisla byggir á smásögu Svövu Jakobsdóttur frá 1967, Veisla undir grjótvegg. Veisla verður framleidd af Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur fyrir hönd Tvíeykis. 

Hátíðin, sem er stærsta kvikmyndahátíð Norður-Ameríku, fer fram í Toronto í Kanada frá 4. til 14. september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert