Búið að rýma skála

Askja. S
Askja. S Gunnar Víðisson

Búið er að rýma alla skála á hálendinu norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kring um Bárðarbungu undanfarna daga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru á milli 50 og 100 manns á þessum slóðum í gærkvöldi og nótt en ekki er vitað hvort einhverjir göngumenn séu utan alfaraleiðar á svæðinu og verður því farið yfir svæðið á ný í dag.

Eins verður gengið frá skálum á öruggan hátt í dag. Almannavarnanefnd mun funda um stöðuna fljótlega og þar verður ákveðið hvert framhaldið verður.

Í tilkynningu frá aðgerðarstjórn Almannavarna í gærkvöld segir að lokanirnar á slóðum á svæðinu séu eftirfarandi:

1. Inn á F88 af þjóðvegi 1 við Hrossaborg

2. Inn á F910 Kverkfjallaleið af F805 við Þríhyrningsleið. 

3. F910 Gæsavatnaleið af F84 við Tómasarhaga. 

4. Frá Grænavatni Mývatnssveit inn á Dyngjufjallaleið. 

5. Frá Svartárkoti Bárðardal inn á Dyngjufjallaleið. 

6. Frá Stórutungu inn á leiðina upp með Skjálfandafljóti að austan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert