Langvarandi álag á spítalanum

Fleiri börn en áður hafa þurft að leggjast inn á …
Fleiri börn en áður hafa þurft að leggjast inn á vökudeild Landspítalans, bæði er um að ræða fyrirbura og fullburða börn. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Fjórir sjúklingar þurftu að liggja á gangi hjartadeildar Landspítalans í lok síðustu viku og nokkrir á öðrum deildum spítalans.

Mikið annríki hefur verið á hjartadeildinni sem tekur 32 sjúklinga en 42 lágu þar inni í síðustu viku og um helgina. „Síðasta árið hafa alltaf annað slagið legið einn eða tveir sjúklingar úti á gangi en aldrei svona margir eins og í síðustu viku,“ segir Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir hjartalækninga.

Á bráðadeild hefur einnig verið mikið álag og þar var gripið til þess ráðs í sumar að fá lækna frá útlöndum í afleysingar, m.a. frá Nýja-Sjálandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Óvenjumikið álag hefur verið á vökudeild Landspítalans alveg síðan í vor og sér ekki fyrir endann á því þó það virðist aðeins vera að skána, að sögn Jóns Hilmars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert