Leita vitna að umferðaróhappi

Frá vettvangi á Frakkastíg.
Frá vettvangi á Frakkastíg. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Frakkastíg við Lindargötu í Reykjavík fimmtudaginn 31. júlí. Þar var ekið á svartan KIA Picanto sem kastaðist áfram og hafnaði á ljósgráum Opel Astra, en tjónvaldurinn ók á brott. Hans er nú leitað en viðkomandi er jafnframt hvattur til að gefa sig fram.

Tilkynning um áreksturinn barst kl. 19:38.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum, eða geta veitt upplýsingar um málið, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert