Náið fylgst með þróun hræringa

Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var …
Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um síðustu helgi að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Landsvirkjun fylgist náið með framvindu mála vegna jarðhræringanna við Bárðarbungu, samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Þór Gylfasyni, yfirmanni samskiptasviðs Landsvirkjunar.

Viðbragðsáætlanir Landsvirkjunar hafa verið yfirfarnar og vöktun aukin og er það í samræmi við ákvörðun Ríkislögreglustjóra sem hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringanna.

Gos undir Vatnajökli getur leitt til flóða í ám sem renna frá honum. Í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið líklegast að flóð frá slíku gosi berist til norðausturs til Jökulsár á Fjöllum. Ólíklegra er talið að slíkt flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Ef gos yrði við Hamarinn eða undir Köldukvíslarjökli mundi það berast um ána Sveðju eða Köldukvísl inn í Hágöngumiðlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert