Þrívíddarkort af skjálftum í Bárðarbungu

Lokanir á norðausturlandi vegna Bárðarbungu.
Lokanir á norðausturlandi vegna Bárðarbungu. Kort/Helgi

Veðurstofa Íslands hefur útbúið þrívíddarmyndband af skjálftavirkni í Bárðarbungu. 

Í myndbandinu má sjá yfirlit yfir hvar skjálftar í Bárðarbungu urðu, hvenær og hvar. Myndbandið sýnir skjálfta sem urðu á tímabilinu 16. til 20. ágúst. 

Litur punktanna táknar dagsetningu þeirra þannig að fyrst koma rauðir punktar, næst appelsínugulir, gulir, ljósgrænir og loks grænir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert