Taki af festu á hækkun yfirborðs sjávar

Árið 2007 flæddi yfir varnargarða við Ánanaust og Eiðisgranda.
Árið 2007 flæddi yfir varnargarða við Ánanaust og Eiðisgranda. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Í höfuðborginni, á Reykjanesi og í bæjum á norður- og norðvesturströndinni þurfa menn að huga að hækkandi yfirborði sjávar.

Að sögn Halldórs Björnssonar, loftslagsfræðings hjá Veðurstofu Íslands, hangir margt þar á spýtunni, þar á meðal frárennslismál og hættur af sjávarflóðum. Huga þurfi að þessum breytingum, sem séu að verða á náttúrunni, í skipulagi sveitarfélaga.

Ljóst er að yfirborð sjávar mun hækka um allan heim á þessari öld og áfram í komandi framtíð af völdum loftslagsbreytinga. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Halldór að gert sé ráð fyrir að hækkunin við strendur Íslands muni nema um helmingi af hækkuninni á heimsvísu. Spár til loka þessarar aldar eru frá tæplega 40 sentimetrum að einum metra eftir því hversu mikið hitastig á jörðinni mun hækka en einnig eftir því hversu jarðsig verður mikið á Vesturlandi og suðvesturhorninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert