Undirbúa frekari rýmingu

Dettifoss
Dettifoss Sigurður Bogi

Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi segir að frá því á laugardag hafi starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs, í samráði við lögreglu og almannavarnir, unnið að undirbúningi á rýmingu á Norðursvæði þjóðgarðsins en ef til goss og jökulshlaups kemur þá þarf að rýma Ásbyrgi innan 8 til níu tíma. Hann segir að rýming hafi gengið vel í gærkvöldi og nótt og gestir í skálum á svæðinu hafi sýnt rýmingunni mikinn skilning en alls voru um sextíu manns á svæðinu.

Á laugardaginn var stóru svæði lokað og skálum á því svæði lokað en í nótt var skálum í Drekagili og Kverkfjöllum lokað. 

Leiðinni í Öskju um Herðubreiðarlindir (F88) var lokað á laugardag og því var skálanum í Herðubreiðarlindum lokað þá.

Í dag fer fólk á vegum þeirra ferðafélaga sem eiga skála á lokunarsvæðinu í skálana að ganga frá þeim með tilliti til fyrirhugaða vá.

Hjörleifur segir að áætlun um rýmingu í Ásbyrgi sé tilbúin en það sem virðist vera öruggt í öllum þessum útreikningum varðandi mögulegt flóð sé hraði flóðsins en samkvæmt þeim fá íbúar í Öxarfirði um það bil tíu tíma en í Ásbyrgi er talað um eins og áður sagði átta til níu klukkustundir frá því flóðið fer af stað undir jökli. Hann segir að áætlanir geri ráð fyrir að rýmingin muni taka mun skemmri tíma ef til hennar kemur. 

Að sögn Hjörleifs er enn töluvert um ferðamenn á þessum slóðum en stórlega hafi dregið úr fjölda þeirra undanfarna daga þar sem Íslendingar eru ekki lengur á faraldsfæti á stöðum eins og Ásbyrgi og Hljóðaklettum. Útlenskir ferðamenn eru hins vegar enn á ferðinni, einkum við Dettifoss.

Leiðir sem eru lokaðar:

1. Inn á F88 af þjóðvegi 1 við Hrossaborg

2. Inn á F910 Kverkfjallaleið af F805 við Þríhyrningsleið. 

3. F910 Gæsavatnaleið af F84 við Tómasarhaga. 

4. Frá Grænavatni Mývatnssveit inn á Dyngjufjallaleið. 

5. Frá Svartárkoti í Bárðardal inn á Dyngjufjallaleið. 

6. Frá Stórutungu inn á leiðina upp með Skjálfandafljóti að austan. 

Ásbyrgi
Ásbyrgi
Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi
Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi
Í Hljóðaklettum
Í Hljóðaklettum Brynjar Gauti
Hljóðaklettar
Hljóðaklettar Brynjar Gauti
Hljóðaklettar
Hljóðaklettar Brynjar Gauti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert