Veiðin gæti farið hægt af stað

Gæsaveiðin hefst í dag.
Gæsaveiðin hefst í dag. mbl.is/Ingó

Gæsaveiðitímabilið hefst í dag og stendur til 15. mars næstkomandi.

Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir að gera megi ráð fyrir að veiðar fari e.t.v. hægt af stað líkt og í fyrra, sérstaklega norðan- og austanlands þar sem snjór var mikill, en á móti komi að sumarið hafi verið gott, berjaspretta mikil og úthaginn sé vel gróinn.

Elvar segir þróttinn í veiðunum langmestan eftir miðjan september og fram í miðjan október. Á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur veiðinni verið seinkað til 1. september, en að sögn Elvars voru varpstöðvar á svæðinu undir snjó fram eftir vori og varp seinna á ferðinni en venjulega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert