63,5 milljónir skattfjár í gjafir

Góðar eru gjafir yðar.
Góðar eru gjafir yðar. mbl.is/Golli

Á árinu 2013 fóru 63,5 milljónir króna af skattfé í gjafir til starfsmanna ríkisins, að því er fram kemurí umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins gaf starfsmönnum sínum í ár sumargjöf að verðmæti 36 þúsund krónur. Fengu starfsmennirnir þá gönguskó og flíspeysu og var kostnaðurinn við gjöfina rúmar 13,5 milljónir króna.

Embætti Ríkisskattstjóra notaði í fyrra 10,1 milljón króna í gjafir, eða sem sem nemur 37 þúsund krónum á hvern starfsmann.

Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir að ríkisstofnanir verði að gæta hófs við gjafaúthlutanir. „Þetta er fráleitt. Ekkert er óeðlilegt við það að ríkisstofnanir gefi starfsmönnum sínum einhverjar minniháttar gjafir í tilefni jóla, en það þarf að gæta hófs í gjafaúthlutunum. Mér finnst þetta vera sérkennileg nálgun á ráðstöfun almannafjár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert